Um vefni

Félag um átjándu aldar fræði gefur út tímaritið Vefni. Ritið er elsta rafræna fræðitímaritið sem gefið er út á Íslandi. Það hefur verið gefið út með hléum frá árinu 1998. Í Vefni eru birtar greinar eftir fræðimenn sem fást við viðfangsefni á sviði átjándu aldar fræða. Greinar í Vefni heyra einkum undir sagnfræði og bókmenntir.


Fræðigreinar þær sem birtar eru í Vefni eru gjarnan skrifaðar út frá fyrirlestrum sem haldnir hafa verð á málþingum Félags um átjándu aldar fræði. Ritstjórn Vefnis tekur einnig allt annað efni sem berst um átjándu aldar fræði til yfirlestrar með væntanlega birtingu í huga. Vefnir er ritrýnt tímarit. Allar greinar sem berast eru lesnar yfir af sérfróðum á viðkomandi sviði sem meta fræðigildi þeirra.